Hægviðri í dag
Hæg norðlæg eða breytileg átt við Faxaflóa í dag og skýjað með köflum. Frost 0 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Frost 1 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Fremur hæg sunnan og suðvestan átt. Skýjað eða hálfskýjað og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 8 stig, en hlýnar heldur við vesturströndina.
Á fimmtudag:
Suðvestan 5-10 m/s, slydda og síðar rigning á vestanverðu landinu, en heldur hægari og úrkomulítið austantil. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Ákveðin vestlæg átt. Súld eða dálítil slydda, en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands, en annars bjart að mestu. Áfram fremur milt í veðri.