Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri framundan
Mánudagur 22. nóvember 2010 kl. 08:30

Hægviðri framundan



Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Hægviðri og skýjað með köflum. Hæg norðlæg átt og stöku él á morgun. Frostlaust við sjóinn, annars vægt frost.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hægviðri og yfirleitt léttskýjað en hæg norðlægt átt á morgun. Hiti 0 til 4 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s með lítilsháttar éljum norðantil, en léttskýjað á sunnanverðu landinu. Frostlaust við suður- og vesturströndina, en annars frost 0 til 7 stig og kaldast í innsveitum.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt og víða bjart veður. Frost 0 til 10 stig, en rétt yfir frostmarki með vestur- og suðurströndinni.

Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljum en björtu vestantil. Kalt í veðri.

Mynd/elg - Fagurt og kyrrlátt við Faxaflóann í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024