Hægviðri framundan
Klukkan 6 var suðlæg átt á landinu, víða 3-8 m/s. Skúrir eða slydduél sunnantil, sums staðar rigning við austurströndina, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti frá 6 stigum niður í 1 stigs frost, mildast á Hallormsstað og í Vestmannaeyjabæ.
Yfirlit
Um 500 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil 966 mb lægð sem þokast NNA.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Fremur hæg suðlæg átt og skúrir eða él, en léttir til norðaustan- og austanlands. Vaxandi suðvestanátt um landið sunnanvert síðdegis, 8-15 m/s í kvöld og nótt, hvassast við ströndina. Gengur í norðaustan 8-15 m/s norðvestantil á morgun með snjókomu eða éljum. Hiti 0 til 5 stig í dag, en í kringum frostmark fyrir norðan. Kólnandi í nótt og á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Fremur hæg suðlæg átt, en suðvestan 10-13 í kvöld og nótt. Hægari suðaustlæg átt á morgun. Skúrir eða él og hiti 0 til 4 stig.
Yfirlit
Um 500 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil 966 mb lægð sem þokast NNA.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Fremur hæg suðlæg átt og skúrir eða él, en léttir til norðaustan- og austanlands. Vaxandi suðvestanátt um landið sunnanvert síðdegis, 8-15 m/s í kvöld og nótt, hvassast við ströndina. Gengur í norðaustan 8-15 m/s norðvestantil á morgun með snjókomu eða éljum. Hiti 0 til 5 stig í dag, en í kringum frostmark fyrir norðan. Kólnandi í nótt og á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Fremur hæg suðlæg átt, en suðvestan 10-13 í kvöld og nótt. Hægari suðaustlæg átt á morgun. Skúrir eða él og hiti 0 til 4 stig.