Hægviðri framundan
Klukkan 6 var hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað og súld eða þokuloft, einkum á annesjum, en nokkuð bjart veður á Suðausturlandi. Hiti 6 til 12 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg vestlæg átt og sums staðar dálítil súld, en austan og norðaustan 3-8 m/s og skýjað, en úrkomulítið í nótt. Hiti 10 til 15 stig.
Kortið er af vef Veðurstofunnar