Hægviðri en skýjað í dag
Spá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir hægri suðlægri átt, en suðaustan 5-10 m/s síðdegis. Skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir á stöku stað. Austan 8-13 m/s á morgun og rigning með köflum, hvassast við ströndina. Hiti 8 til 15 stig.
Heildarspá fyrir Ísland í dag gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri eða breytilegri átt, en suðaustan 5-10 m/s suðvestantil í kvöld. Skýjað með köflum eða bjartviðri og sums staðar skúrir, einkum síðdegis. Léttir nokkuð til um landið norðanvert í kvöld og nótt. Austan 8-13 m/s um landið sunnanvert á morgun, en þykknar upp með dálítilli rigningu norðantil síðdegis á morgun. Hiti yfirleitt 8 til 15 stig.
Spá gerð: 15.06.2009 06:32. Gildir til: 16.06.2009 18:00.