Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægviðri en kalt
Föstudagur 19. janúar 2007 kl. 08:38

Hægviðri en kalt

Klukkan 6 var norðaustlæg átt á landinu, 8-10 m/s víðast hvar. Stöku él norðaustantil, en annars skýjað með köflum og þurrt. Frost um allt land, mest 16 stig við Mývatn og á Húsafelli.
 
 
---------- Veðrið 19.01.2007 kl.06 ----------
   Reykjavík         Léttskýjað                
   Stykkishólmur  Léttskýjað                
   Bolungarvík     Skýjað                    
   Akureyri          Hálfskýjað                
   Egilsst.flugv.   Skýjað                    
   Kirkjubæjarkl.  Alskýjað                  
   Stórhöfði         Skýjað                    


Yfirlit
Um 400 km SA af Hvarfi er 982 mb lægð sem þokast ANA. Yfir N-Grænlandi er 1015 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustlæg átt víða 8-13 m/s. Dálítil él norðan- og austantil, en skýjað með köflum eða léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Heldur hvassara norðvestantil síðdegis og bætir í ofankomu fyrir norðan. Norðaustan 5-13 m/s á morgun og víða él, en lengst af bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Frost 1 til 8 stig, en 8 til 15 stig inn til landsins.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s, en heldur hægari um tíma á morgun. Léttskýjað að mestu, en stöku él seint á morgun. Frost 3 til 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024