Hægviðri eða hafgola
Klukkan 9 voru NA 3 á Keflavíkuflugvelli, úrkoma í grennd og hiti 10 stig.
Á Garðskagavita voru NA 4 og 11 stiga hiti
Klukkan 6 í morgun var hæg austlæg eða breytileg átt á landinu og sums staðar smáskúrir. Hiti 5 til 11 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri eða hafgola og skýjað með köflum. Hiti 10 til 17 stig. Norðaustan gola á morgun, bjartviðri og hiti 12 til 20 stig
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir. Hiti 8 til 17 stig, en heldur hlýrra á morgun.