Hægviðri, súld og þokuloft
Faxaflói: Suðvestan 5-10 m/s, en hægviðri í dag. Lengst af lítilsháttar væta eða þokuloft. Hiti 4 til 8 stig en kólnar heldur á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri, súld og þokuloft. Hiti 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðaustan 5-10 m/s og dálítil snjókoma N- og A-lands, annars hægari vindur og úrkomulítið. Kólnandi, frost 0 til 7 stig um kvöldið, en frostlaust á SV-verðu landinu.
Á mánudag:
Austlæg átt 3-8 m/s, en hvassara syðst. Víða bjartviðri, en skýjað og slydda eða snjókoma um tíma S-lands. Fremur kalt áfram.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestanátt, skýjað og dálítil rigning V-til, en léttskýjað eystra. Heldur hlýnandi.
Á fimmtudag:
Líkur á suðvestanátt með rigningu S- og V-lands.