Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægur vindur og hiti yfir frostmarki
Föstudagur 27. febrúar 2004 kl. 09:07

Hægur vindur og hiti yfir frostmarki

Klukkan 6 var suðlæg átt, 3-8 m/s vestan- og norðanlands, annars hæg breytileg átt. Léttskýjað suðaustantil, snjókoma eða él sums staðar á suðvesturhorninu og við austurströndina, annars skýjað og þurrt. Hlýjast var 3 stiga hiti á Flateyri og í Ólafsvík, en kaldast 8 stiga frost á Skarðsfjöruvita.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Suðvestan og vestan 5-10 m/s, en hægari vindur sunnan- og austanlands fram eftir degi. Bætir í vind síðdegis, vestlæg átt, 8-15 í nótt og á morgun, hvassast norðvestantil. Slydda eða snjókoma vestantil fram eftir degi, en síðar rigning eða súld öðru hverju. Skýjað með köflum um landið austanvert, en úrkomulítið. Hlýnar smám saman í veðri, hiti 1 til 6 stig á vestanverðu landinu síðdegis, en í kringum frostmark austantil í kvöld, en hiti 0 til 6 stig á morgun, mildast vestantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024