Hægur vindur í dag
				
				Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt, víða 10-15 m/s, en mun hægari vindur sunnan- og suðvestanlands. Norðlægari í kvöld og hvessir austanlands. Súld eða rigning á Norður- og Austurlandi, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. Norðan 5-13 m/s á morgun, en 13-18 í fyrstu austanlands. Rigning norðaustan- og austanlands, en léttskýjað suðvestantil á landinu. Kólnar dálítið.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				