Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hægur vindur en kalt
Föstudagur 19. mars 2004 kl. 09:31

Hægur vindur en kalt

Klukkan 6 var norðaustlæg átt, víða 13-18 m/s norðvestantil, en annars hægari. Dálítil snjókoma eða slydda var á norðanverðu landinu og stöku skúrir syðst, en annars skýjað og þurrt. Hiti var yfirleitt 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Norðaustan 13-18 m/s norðvestan til, en annars hægari. Dálítil snjókoma eða él á norðanverðu landinu og skúrir eða slydduél suðaustantil, en annars skýjað með köflum. Norðaustan 10-15 og snjókoma norðan til á morgun, en mun hægara og víða bjart syðra. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands að deginum, en kringum frostmark norðantil og kólnar heldur á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024