Hægur sunnanvindur
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóann gerir ráð fyrir suðaustan 3-8 m/s, en 8-15 norðantil fram eftir morgni. Lítilsháttar rigning eða slydda. Austan 5-13 síðdegis, en norðaustan 13-20 á morgun og úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðaustan hvassviðri og slydda eða rigning, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Norðaustan hvassviðri á Vestfjörðum, en annars hægari austlæg átt. Slydda eða rigning, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Sums staðar frostlaust við ströndina, annars vægt frost.
Á mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt og víða él eða snjókoma með köflum, en síðan rigning eða slydda. Hægt hlýnandi veður.