Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægt vaxandi sunnanátt
Mánudagur 2. október 2006 kl. 09:19

Hægt vaxandi sunnanátt

Á Garðskagavita voru SSA 3 og 6 stiga hiti klukkan níu.
Klukkan 6 í morgunvar hægviðri á landinu. Hálfskýjað um landið norðaustanvert. Annars skýjað og víða dálítil súld. Hiti frá 8 stigum niður í 3 stigs frost, kaldast um landið norðaustanvert, en mildast við suðurströndina.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægt vaxandi sunnan átt og dálítil súld af og til. Sunnan 5-10 í kvöld, en 8-13 á morgun og rigning eða súld. Hiti 4 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægt vaxandi sunnan átt, súld öðru hverju sunnan- og vestantil, en yfirleitt bjart um landið norðaustanvert. Suðaustan 8-13 vestantil á morgun, en annars hægari vindur. Rigning eða súld með köflum, en áfram bjart norðaustantil. Hiti 4 til 10 stig að deginum, en sums staðar næturfrost norðaustanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024