Hægt vaxandi suðaustanátt á Suðvesturhorninu
Klukkan 06:00 í morgun var suðaustanátt, 10-21 m/s, hvassast suðvestanlands. Rigning vestanlands en annars skýjað að mestu og úrkomulítið. Hiti við frostmark á Vestfjörðum, en annars 5 til 9 stiga hiti, hlýjast á Seyðisfirði.
Viðvörun: búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Austurmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Austurdjúpi, Færeyjadjúpi, Suðausturdjúpi og Suðurdjúpi.
Um 400 km S af Reykjanesi er 995 mb lægð á leið NNV. Yfir Skandinavíu er víðáttumikið hæðarsvæði. Lægð á SV-verðu Grænlandshafi verður á Breiðafirði á hádegi á morgun.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi á Vesturlandi og miðhálendinu í fyrstu. Fram yfir hádegi verður hvöss sunnanátt á landinu og sums staðar stormur vestanlands. Rigning um mest allt sunnan- og vestanvert landið en þurrt NA-lands. Kólnar síðdegis með mun hægari vestanátt og éljagangi um landið vestanvert. Sunnan 15-20 m/s og víða rigning um landið austanvert í kvöld en heldur hægari á morgun og þá úrkomulítið. Hægt vaxandi suðaustanátt á Suðvesturhorninu seinni part nætur og slydda en aftur suðvestanátt og él vestanlands síðdegis á morgun.