Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægt að hlaða bílinn við flugstöðina
Miðvikudagur 26. september 2018 kl. 06:00

Hægt að hlaða bílinn við flugstöðina

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa verið teknar í notkun við Keflavíkurflugvöll og eru þær 11 í heildina. Hleðslustöðvarnar eru ætlaðar fyrir farþega en einnig starfsfólk á flugvellinum. Gunnar Ingi Hafsteinsson, þjónustustjóri bílastæðaþjónustu Keflavíkurflugvallar, fagnar því að búið sé að setja upp fyrstu hleðslustöðvarnar fyrir rafbíla við flugvöllinn, en þeim eigi vafalaust enn eftir að fjölga í framtíðinni.

„Isavia hefur tekið rafbíla í notkun í sinni starfsemi. Það eru umhverfismildir og hagkvæmir bílar sem minnka kolefnisfótsport flugvallarins,“ segir Gunnar Ingi. „Uppsetning á hleðslustöðvum er liður í því verkefni og auðveldar ferðalöngum og starfsfólki okkar að nýta sér þennan umhverfisvæna orkugjafa.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ein stöðin – sem er 50 kílóvatta hraðhleðslustöð frá ABB – hefur verið sett upp á komubílastæðum P2 við Keflavíkurflugvöll. Stöðin er gjaldfrjáls en greitt er fyrir viðveru á stæðinu ef bíl er lagt þar lengur en í 15 mínútur.

Þá er einnig búið að setja upp sex 32A hleðslustöðvar á bílastæðum starfsmanna við Keflavíkurflugvöll. Þar stendur starfsmönnum til boða að hlaða rafmagnsbifreiðar sínar þeim að kostnaðarlausu. Þessu til viðbótar hafa verið teknar í notkun fjórar hleðslustöðvar fyrir viðskiptavini sem panta Lagningarþjónustu á bílastæðum Keflavíkurflugvallar. Þar er um að ræða eina 22 kílóvatta stöð frá EVlink og tvær 32A hleðslustöðvar. Hleðslan verður notendum að kostnaðarlausu.