Hægt að fara í fyrirsjáanlega uppbyggingu
„Við fögnum þessum áfanga að sjálfsögðu því samningurinn tryggir afhendingaröryggi svæðisins en stuðlar jafnframt að því að hægt verður að fara í fyrirsjáanlega atvinnuuppbyggingu á svæðinu,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, um samkomulag Landsnets og Sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínur.
„Suðurnesin eru ört vaxandi atvinnusvæði þar sem tækifærin í grænni atvinnuuppbyggingu eru fjölmörg. Við sjáum það best í þeirri uppbyggingu sem á sér stað í Auðlindagarðinum hjá okkur í HS Orku sem og hjá öðrum viðskiptavinum á svæðinu,“ sagði Tómas jafnframt.