Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hæglætisveður í dag
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 09:31

Hæglætisveður í dag

Klukkan 6 var suðlæg átt, 3-8 m/s og skúrir, en skýjað með köflum og þurrt að kalla austanlands. Hiti var 1 til 6 stig, kaldast í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Suðlæg átt, 3-8 m/s og skúrir og slydduél, en bjartviðri að mestu norðaustantil. Vestan 5-10 m/s og skúrir við suðurströndina í fyrramálið, en lægir síðan og léttir til. Fremur hæg vestlæg átt annars staðar á landinu á morgun og skýjað með köflum, en stöku él við norðurströndina og á Norðausturlandi. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en vægt frost í innsveitum í nótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024