Hæglætisveður í dag
Klukkan 6 voru norðvestan 10-15 m/s við austurströndina, en annars fremur hæg norðlæg átt. Stöku él á Norðurlandi, en léttskýjað eða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hlýjast var 3 stiga hiti á Vatnsskarðshólum, en kaldast 10 stiga frost á Húsafelli.
Veðurhorfur næsta sólarhring: Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað að mestu. Frost 0 til 5 stig, en hiti 2 til 4 stig við ströndina að deginum.
Veðurhorfur næsta sólarhring: Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað að mestu. Frost 0 til 5 stig, en hiti 2 til 4 stig við ströndina að deginum.