Hæglætisveður
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri suðaustlægri átt og smáskúrum, en hægri suðlægri eða breytilegri átt og léttskýjuðu að mestu norðan- og austanlands. Austlæg átt, 5-10 með rigningu sunnanlands seint í kvöld, en annars hægari og skýjað með köflum. Norðaustan 8-13 m/s norðan- og vestanlands á morgun og skúrir um og eftir hádegi, en austan 3-8 og rigning sunnan- og austanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustantil í dag.