Hæglætis veður næstu daga
Í dag verður hæg vestlæg eða breytileg átt við Faxaflóa, skýjað með köflum og stöku skúrir í uppsveitum síðdegis. Hiti 10 til 18 stigj að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á suðvesturhorninu.
Á sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):
Útlit fyrir áframhaldandi hægviðri, stöku skúrir og svipað hitafar.
Að neðan má sjá síðustu júlísólina sökkva í sæ á Garðskaga í gærkvöldi.
Veðurspáin er frá Veðurstofu Íslands.