Hægir síðdegis
Klukkan 6 var austlæg átt, allhvöss eða hvöss syðst á landinu, annars mun hægari vindur. Rigning eða slydda SA-lands, en víða léttskýjað fyrir norðan. Hiti var frá 5 stigum við suðvesturströndina niður í 8 stiga frost á Reykjum í Fnjóskadal.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Gengur í austan 13-18 m/s með slyddu eða rigningu, en hægari og úrkomulítið síðdegis. Hvöss austanátt og rigning í nótt, en lægir talsvert á morgun. Hiti 0 til 7 stig.