Hægir með deginum en skúrir áfram

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Minnkandi sunnanátt, víða 13-18 m/s í fyrstu en 8-13 síðdegis og enn hægari í kvöld. Skúrir eða rigning sunnan- og vestantil á landinu en þurrt að mestu norðaustanlands. Sunnan 5-10 á morgun og stöku skúrir eða slydduél, en fremur hæg suðlæg átt norðanlands og úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig, en 0 til 5 stig á morgun.