Hægari vindur síðdegis
Það verða vestan 15-20 m/s, skúrir og síðar slydduél við Faxaflóann í dag. Talsvert hægari vindur síðdegis og styttir upp. Hægviðri í fyrramálið, en norðan 5-10 síðdegis og rigning eða slydda. Hiti 0 til 6 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 m/s og lítilsháttar él norðanlands, en léttskýjað um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en um frostmark við suðvesturströndina.
Á föstudag:
Fremur hæg breytileg átt. Lítilsháttar slydda eða rigning suðvestan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla og frost 1 til 8 stig.
Á laugardag:
Sunnanátt og rigning eða slydda og hlýnandi veðri.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum einkum norðantil og kólnandi veðri.