Hægari vindur í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Sunnan 10-18 m/s og skúrir, hvassast vestast. Hægari í dag, en suðaustan 8-15 undir kvöld. Suðlæg átt, 3-8 á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og víða rigning, en þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag:
Snýst í norðaustanátt með rigningu, en léttir til suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðanátt með slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en björtu syðra. Kólandi veður.
Ljósmynd/elg.