Hægari seinnipartinn
Austan og suðaustan 10-18 við Faxaflóa, hvassast við ströndina. Hægari seinnipartinn, en sunnan 5-13 í kvöld. Súld eða rigning og hiti 5 til 10 stig. Austlægari á morgun og úrkomuminna. Heldur svalara.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan og suðaustan 8-13 m/s. Hægari seinnipartinn, en sunnan 8-13 í kvöld. Súld eða rigning á köflum og hiti 5 til 10 stig. Hægari austlæg átt á morgun, úrkomulítið og hiti 2 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan og austan 3-10 m/s. Skýjað og rigning sunnan- og vestantil annars skúrir. Hiti 3 til 10 stig.
Á sunnudag:
Norðaustan 5-10 NV-til, en annars hægari. Skýjað og stöku él N-til, annars skýjað á köflum. Hiti 0 til 7 stig, mildast S-til.
Á mánudag:
Vaxandi SA átt SV-til með úrkomu og strekkingur síðdegis, en hægari N- og A-til. Hlýnar heldur.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt og væta með köflum S- og V-lands. Milt veður.