Hægari og léttskýjað á morgun
Á Garðskagavita voru NNA 11 og 5 stiga hiti kl. 9
Klukkan 6 var norðanátt, víða 5-10 m/s. Léttskýjað S-lands, en dálítil él fyrir norðan. Hiti var frá 6 stigum á Ingólfshöfða niður í 2 stiga frost í Svartárkoti og Möðrudal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-13 m/s, en hægari á morgun. Léttskýjað og hiti 0 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðan- og norðaustan 5-13 m/s, en hægari S-lands. Dálítil él fyrir norðan, annars bjartviðri en sums staðar skúrir S-lands. Hæg norðlæg átt á morgun og léttskýjað sunnan- og vestantil, en stöku skúrir eða él á austanverðu landinu. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst, en víða næturfrost.
Helgarveðrið:
Laugardagur: Norðaustan 5-13 m/s og él, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst.
Sunnudagur: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en dálítil él við norðurströndina og skúrir suðaustanlands. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst.
VF-mynd:elg