Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hægari og léttir til á morgun
Sunnudagur 15. október 2006 kl. 11:46

Hægari og léttir til á morgun

Í morgun kl. 09 var breytileg átt, víða 3-8 m/s. Rigning vestantil og víða súld annars staðar, en þurrt á A-landi. Hiti 2 til 11 stig, hlýjast á Teigarhorni og í Vattarnesi.

Viðvörun!
Búist er við stormi á Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi og Norðurdjúpi.

Yfirlit
500 km V af Reykjanesi er 1003 mb lægð sem þokast ASA, en 1037 mb hæð er yfir Grænlandi.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vaxandi norðaustanátt NV- og V-lands, 13-18 m/s síðdegis, annars mun hægari vindur. Rigning eða súld, einkum vestantil en þurrt á A-landi. Kólnandi veður. Víða allhvöss norðaustanátt og rigning eða slydda í kvöld og nótt. Norðaustan 13-18 SA-lands á morgun, en víða 8-13 annars staðar. Léttir smám saman til, en stöku él NA-lands og rigning í fyrstu sunnantil. Vægt frost fyrir norðan, annars 0 til 7 stiga hiti.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 5-10 og rigning. Norðaustan 13-18 með kvöldinu, en heldur hægari og léttir til á morgun. Hiti 5 til 10 stig í dag, en 2 til 7 á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024