Hægari í dag en hætta á éljum
Í nótt kl. 03 var norðaustlæg átt, 8-13 m/s og él víða um land. Kaldast var 11 stiga frost á Möðrudal, en hlýjast 5 stiga hiti á Skarðsfjöruvita.
Yfirlit: Skammt austur af Langanesi er um 1007 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, en um 400 km suðsuðaustur af Reykjanesi er önnur álíka lægð, sem þokast nær landi.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðaustlæg átt, 8-13 m/s og él víða um land, en slydda og síðar rigningu sunnan til með morgninum. Léttir heldur til norðaustanlands sídðegis. Víða vægt frost, en hiti 1 til 5 stig sunnnalands að deginum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 10-15 m/s og stöku él, en heldur hægari á morgun. Hiti kringum frostmark.
Yfirlit: Skammt austur af Langanesi er um 1007 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, en um 400 km suðsuðaustur af Reykjanesi er önnur álíka lægð, sem þokast nær landi.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðaustlæg átt, 8-13 m/s og él víða um land, en slydda og síðar rigningu sunnan til með morgninum. Léttir heldur til norðaustanlands sídðegis. Víða vægt frost, en hiti 1 til 5 stig sunnnalands að deginum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 10-15 m/s og stöku él, en heldur hægari á morgun. Hiti kringum frostmark.