Hæg vestlæg átt í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri vestlægri eða breytilegri átt og víða léttskýjuðu. Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp vestantil þegar líður á daginn, 10-15 og slydda eða rigning í kvöld. Sunnan og suðvestan 15-20 og súld eða rigning í nótt og á morgun. Hægari vindur og skýjað með köflum austantil. Hægt hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig á morgun.