Hæg vestlæg átt

Hæg breytileg átt, bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi en skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands. Hæg vestlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en suðvestan 5-10 m/s og skýjað vestanlands. Hlýnandi veður og hiti 10 til 20 stig á morgun, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.