Hæg sunnanátt með súld
Á Garðskagavita voru SA 4 og tæplega 6 stiga hiti kl. 8.
Klukkan 6 var hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, en víða léttskýjað austan til. Hiti var 0 til 6 stig á láglendi, svalast í innsveitum austan til.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Sunnan 3-8 m/s og smá skúrir fram eftir morgni, en síðan 5-10 og súld eða dálítil rigning. Vestlægari á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en 8-13 og fer að rigna vestalands undir hádegi. Suðvestan 8-13 og súld með köflum vestanlands á morgun, en hægara og víða bjart eystra. Hiti 5 til 13 stig að deginum, hlýjast austan til.
Mynd: Horft yfir Nikkelsvæðið í austurátt. VF-mynd: elg