Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg suðlæg átt
Sunnudagur 18. maí 2008 kl. 10:05

Hæg suðlæg átt

Veðurspáin dagsins fyrir Faxaflóann hljóðar upp á hæga suðlæga átt og skýjað, en sums staðar súld norðan til. Hiti 6 til 11 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta öðru hvoru. Hiti 5 til 10 stig, en 1 til 6 með norðurströndinni.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Suðaustan 8-13 m/s og víða dálítil rigning, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti víða 8 til 13 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Hæg suðlæg átt og víða dálítil væta, en þurrt að mestu norðanlands. Fremur hlýtt.


Ljósmynd / Ellert Grétarsson: Horft til Keilis frá Stekknum í morgun.