Hæg suðlæg átt
Á Garðskagavita voru S 7 m/s og 20 stiga hiti kl. 10.
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 3-8 skýjað að mestu, en úrkomulítið. Hiti 7 til 12 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:
Suðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað að mestu sunnan- og vestanlands og dálítil væta við suðurströndina, en annars víða léttskýjað. Hiti 6 til 12 stig að deginum, hlýjast norðanlands.
Mynd: Það hefur viðrað vel til útivistar á suðvesturhorninu nú um helgina. Þessa mynd tók Ellert Grétarsson ofan af Ölkelduhálsi í gær þar sem göngufólk virti fyrir sér stórkostlegt útsýnið.