Hæg suðlæg átt
Klukkan 6 í morgun var suðaustlæg átt, 10-15 m/s vestantil á landinu, en mun hægari austantil. Slydda eða snjókoma var suðvestan- og vestanlands, en annars var skýjað og þurrt. Hlýjast var 6 stiga hiti í Grindavík, en kaldast var 3 stiga frost á norðausturlandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 10-15 m/s og slydduél, en lægir smám saman í kvöld og nótt. Hæg suðlæg átt og smáél á morgun. Hiti 0 til 5 stig