Hæg norðvestaátt og léttskýjað
Veðurspáin gerir ráð fyrir norðvestan 3-8 m/s við Faxaflóa í dag og léttir til. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast í uppsveitum. Hægari vestanátt og skýjað með köflum á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt 5-10 m/s og rigning eða skúrir vestantil á landinu, en yfirleitt þurrt norðan- og austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA- og A-landi.
Á mánudag:
Snýst í austan- og norðaustan 8-13 m/s. Rigning víða um land, einkum um landið suðaustanvert. Heldur kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðaustanátt, skýjað og dálítil væta austanlands, en bjartviðri suðvestan- og vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Breytileg vindátt. Skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti breytist lítið.
Mynd/elg: Frá Garðskaga.