Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg norðlæg átt og töluvert frost
Fimmtudagur 18. nóvember 2004 kl. 08:11

Hæg norðlæg átt og töluvert frost

Klukkan 6 var norðaustlæg átt, allt að 25 m/s suðaustantil, annars yfirleitt 13-18. Víða snjókoma eða skafrenningur og hiti frá 1 stigi suðvestanlands niður í 5 stiga frost við Mývatn.

Viðvörun: Búist er við stormi suðaustanlands fram eftir morgni.

Norðaustanátt, víða 13-18 m/s og snjókoma eða él, en allt að 23 m/s suðaustantil. Dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn og léttir til sunnanlands, norðan 5-13 í kvöld. Fremur hæg norðlæg átt vestantil á landinu á morgun, en norðvestan 8-13 austantil. Él norðaustanlands, annars léttskýjað. Frost 1 til 8 stig, en 4 til 10 stig í kvöld og á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024