Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg norðaustanátt og léttskýjað
Þriðjudagur 8. maí 2007 kl. 09:04

Hæg norðaustanátt og léttskýjað

Á Garðskagavita voru NA 8 og 4.1 stiga hiti kl. 8
Klukkan 6 var norðaustanátt, 3-8 m/s og dálítil él á norðanverðu landinu, en víða léttskýjað syðra. Hlýjast var 5 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum, en kaldast 4ra stiga frost á Þeistareykjum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 3 til 10 stig, en vægt næturfrost í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 5-13 m/s, en heldur hægari á morgun. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt bjart, en stöku síðdegisskúrir sunnanlands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost.

VF-mynd / elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024