Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg norðanátt og léttskýjað
Fimmtudagur 30. október 2008 kl. 09:36

Hæg norðanátt og léttskýjað

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsa sólarhringinn: Norðan 3-8 m/s og léttskýjað. Vaxandi suðvestanátt í kvöld og nótt og þykknar upp. Suðvestan 10 til 15 og rigning þegar kemur fram á morgundaginn. Hiti 0 til 3 stig í dag, en 3 til 7 stig á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s með dálitlum skúrum eða slydduéljum vestantil, en þurrt og bjart austanlands. Hiti 0 til 6 stig.

Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna á vestan- og sunnanverðu landinu, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnandi.

Á mánudag:

Stíf suðvestanátt og dálítil væta sunnan- og vestanlands en þurrt norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulitið á N- og A- landi. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024