Hæg norðanátt í dag
Klukkan 6 í morgun var norðlæg átt, 3-8 m/s. Suðvestanlands var léttskýjað en annars skýjað og víða él norðanlands. Vægt frost var sums staðar um landið norðanvert en mesti hiti 3 stig á Stórhöfða.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og léttir til. Hiti 0 til 3 stig en frystir í kvöld. Suðaustan 3-8 og fer að þykkna upp og hlýna síðdegis á morgun