Hæg norðanátt
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir norðan 8-13 m/s og skýjuðu með köflum, en hægari og dálítilli snjókoma í nótt. Hægviðri og él á morgun. Frost 0 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Hægviðri og skýjað, en él við norðurströndina og dálítil snjókoma á Suðurlandi. Frost 2 til 12 stig, kaldast NA-lands, allt að 20 stigum inn til landsins.
Á miðvikudag:
Austan 10-15 m/s og snjókoma eða slydda á sunnanverðu landinu, en annars hægara og úrkomulítið. Minnkandi frost.
Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og vætusamt. Hlýnar talsvert.
Á föstudag og laugardag:
Suðlæga átt með skúrum eða éljum, en þurru norðaustanlands. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum norðan til og kólnandi veðri.