Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg breytileg átt og hiti hækkar
Miðvikudagur 25. júlí 2012 kl. 09:09

Hæg breytileg átt og hiti hækkar

Veðurhorfur næsta sólarhring

Hæg breytileg átt, skýjað og rigning með köflum, en norðvestan 3-8 á morgun og léttir smám saman til. Hiti 10 til 17 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða skúrir, en skýjað með köflum V-lands og yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-til á landinu.

Á föstudag:
Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað á A-verðu landinu fram eftir degi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðvestanátt og víða bjart veður, en þykknar smám saman upp V-til á landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast NA-lands.