Hæg austlæg átt og bjart á morgun
Á Garðskagavita voru V9 og tæplega 7 stiga hiti kl. 8.
Klukkan 6 var suðvestan- og vestanátt, víða 10-15 m/s, en sums staðar meiri en 20 m/s fyrir norðan land og á SA-landi. Léttskýjað var á austanverðu landinu, en dálítil þokusúld V-lands. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á Akurnesi og Papey, en svalast í Bolungarvík.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestan 8-13 m/s og þokusúld, en hægari og úrkomulítið síðdegis. Norðlægari og léttir til í kvöld. Hæg austlæg átt og bjart á morgun. Hiti 4 til 7 stig, en fer hægt kólnandi.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Lægir í dag, fyrst fyrir norðan. Léttskýjað á SA-landi, en víða súld fram eftir degi annars staðar og él norðaustantil síðdegis. Kólnandi veður og frystir á N- og A-landi seint í dag. Norðaustan 3-10 á morgun og stöku él suðaustanlands, en víða bjart annars staðar. Hiti 0 til 6 stig sunnan- og vestanlands, en vægt frost fyrir norðan.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag (föstudagurinn langi): Austan 8-13 m/s og slydda eða rigning sunnanlands, en dálítil snjókom síðdegis fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands, en annars vægt frost. Á laugardag: Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 7 stig sunnanlands, en nálægt frostmarki fyrir norðan. Á sunnudag (páskadagur): Ákveðin suðvestanátt og skúrir, en hvöss norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti 2 til 7 stig. Á mánudag (annar í páskum): Gengur í hvassa norðanátt með snjókomu norðanlands, en léttir til syðra. Kólnandi veður. Á þriðjudag: Suðvestlægar áttir með vætu og hlýnandi veðri.
VF-mynd/elg: Öldurót við Stafnes.