Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg austlæg átt á morgun
Þriðjudagur 6. mars 2007 kl. 09:17

Hæg austlæg átt á morgun

Á Garðskagavita voru NA 8 og 3, 5. stiga hiti kl. 9.
Klukkan 6 var hvöss norðaustlæg átt og sums staðar snjókoma á Vestfjörðum, mestur vindur 23 m/s í Æðey. Í öðrum landshlutum var mun hægari austlæg átt, skýjað að mestu og rigning austanlands og á stöku stað við suðurströndina. Hiti var frá 7 stigum á Siglunesi niður í 2 stiga frost í Bolungarvík.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-8 m/s og stöku skúrir eða slydduél, en víða 13-18 síðdegis. Lægir í nótt, hæg austlæg átt á morgun. Hiti 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi norðvestantil á landinu. Spá: Norðaustan- og austanátt, víða 8-15 m/s, en 18-23 norðvestantil síðdegis. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið suðvestantil. Lægir í kvöld og nótt, fyrst austantil. Hæg austlæg átt á morgun og skúrir eða slydduél, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst.

VF-mynd: Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024