Hæg austlæg átt- útlit fyrir ágætt kosningaveður
Klukkan 8 voru ANA 5 á Garðskagavita og 6,2 stiga hiti.
Klukkan 6 í morgun var austlæg átt, 5-10 m/s syðst, en annars hægari breytileg átt. Víða léttskýjað nyrðra, en skýjað með köflum og þurrt aðkalla sunnantil. Hlýjast var 7 stiga hiti á Skarðsfjöruvita, en kaldast 5 stiga frost á Végeirsstöðum í Fnjóskadal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg austlæg átt og skúrir, einkum síðdegis. Norðaustan 5-10 og dálítil rigning í nótt og á morgun. Hiti 4 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austlæg átt, víða 3-8 m/s og skúrir sunnantil og sums staðar V-lands, einkum síðdegis, en hæg breytileg átt og yfirleitt bjartviðri fyrir norðan. Dálítil rigning um landið sunnanvert í nótt og á morgun, en annars þurrt að kalla. Hiti 2 til 10 stig að deginum.
Klukkan 6 í morgun var austlæg átt, 5-10 m/s syðst, en annars hægari breytileg átt. Víða léttskýjað nyrðra, en skýjað með köflum og þurrt aðkalla sunnantil. Hlýjast var 7 stiga hiti á Skarðsfjöruvita, en kaldast 5 stiga frost á Végeirsstöðum í Fnjóskadal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg austlæg átt og skúrir, einkum síðdegis. Norðaustan 5-10 og dálítil rigning í nótt og á morgun. Hiti 4 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austlæg átt, víða 3-8 m/s og skúrir sunnantil og sums staðar V-lands, einkum síðdegis, en hæg breytileg átt og yfirleitt bjartviðri fyrir norðan. Dálítil rigning um landið sunnanvert í nótt og á morgun, en annars þurrt að kalla. Hiti 2 til 10 stig að deginum.