Hæg austanátt og bjart
Góða veðrið heldur áfram að leika við okkur hér á suðvesturhorninu. Í dag er spáð rólyndis austanátt 3-10 m/s. Skýjað og dálítil væta í kvöld. Austan 8-13 og dálítil væta í nótt og á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Austan og norðaustan 10-18 m/s, en hægari vindur norðaustantil. Rigning, einkum á suðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag:
Norðaustan 5-10 m/s og víða rigning eða slydda N- og A-lands, en bjartviðri suðvestantil. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag:
Austanátt og skýjað með köflum en úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt og rigning S- og V-lands síðdegis eða um kvöldið. Áfram milt veður.
Á mánudag og þriðjudag:
Sunnanátt og vætusamt, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt og milt veður.