Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæg austanátt í dag
Þriðjudagur 24. júlí 2007 kl. 08:56

Hæg austanátt í dag

Klukkan 6 í morgun voru SA 5 á Keflavíkurflugvelli og 12 gráðu hiti.
Í dag er spáð austanátt við Faxaflóa, 3-8 m/s en hvassara allra syðst fram á kvöld, skýjað með köflum og stöku skúrir. Austan gola eða hafgola á morgun og skýjað með köflum. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, súld með austurströndinni en síðdegisskúrir vestanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast vestan til.
Á fimmtudag:
Norðanátt og rigning eða súld um norðanvert landið, en skúrir syðra. Heldur kólnandi veður.
Á föstudag:
Norðanátt og rigning eða súld um norðan- og austanvert landið, en rofar til suðvestanlands. Hiti 6 til 14 stig.

Af vef Veðurstofunnar www.vedur.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024