Hæg austanátt á morgun
Klukkan átta voru NNA 17 á Garðskagavita og hiti 7.7 stig
Klukkan 6 í morgun var norðanátt, víða 10-15 m/s. Skýjað var um mest allt land, nema syðst og rigning eða súld fyrir norðan og austan. Hiti var frá 4 stigum á Gjögri og Reykhólum uppí 11 stig við Lómagnúp.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 8-13 m/s, en hægari þegar líður á daginn. Víða léttskýjað í dag og hiti 5 til 10 stig. Austan 3-8, hlýnandi og dálítil rigning eða súld á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðlæg átt, víða 10-13 m/s og rigning eða súld á N- og A-landi, skýjað með köflum sunnanlands. Dregur úr úrkomu norðanlands síðdegis en eykst aftur í nótt. Fremur svalt eða 4ra til 13 stiga hiti, hlýjast syðst. Á morgun verður austan eða norðaustanátt með hlýnandi veðri. 5-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum og talsverð rigning um landið norðanvert.