Hæfingarstöðin flytur á Sunnubrautina
Hæfingarstöðin flytur tímabundið í félagsaðstöðu Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, við Sunnubraut í Keflavík. Hæfingarstöðin þarf að flytja starfsemi sína frá Hafnargötu meðan unnið er á myglusveppi í húsnæðinu.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sinum leigusamning við Keflavík undir starfsemi Hæfingarstöðvarinnar til áramóta 2014-15.