Hádegiserindi fyrir fyrirtæki í nýsköpun
- Tækniþróunarsjóður og afsláttur til fyrirtækja í rannsóknum og nýsköpun
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og Kaupfélag Suðurnesja bjóða til hádegisfundar í Krossmóa 4, mánudaginn 19. mars þar sem Lýður S. Erlendsson mun kynna Tækniþróunarsjóði og skattfrádrátt til fyrirtækja vegna rannsókna- og nýsköpunarverkefna.
Hann verður áfram á staðnum eftir fundinn og ræðir við þá sem hafa frekari áhuga.
Fundurinn verður í fundarsal á 5. hæð og boðið verður upp á létt hádegissnarl að venju.
Skrá þarf þátttöku á fundinn en hann er öllum opinn og kostar ekkert.
https://heklan.is/skraning/?event=2523