Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Háberg GK komið til Grindavíkur
Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 15:14

Háberg GK komið til Grindavíkur

Uppsjávarveiðiskipið Háberg GK í eigu Samherja kom til Grindavíkur upp úr miðnætti í nótt eftir sex daga siglingu frá Póllandi. Skipið hét áður Antartic og er eina uppsjávarveiðiskipið sem gert verður út frá Grindavík að því er fram kemur á vefsíðu Morgunblaðsins í dag.

Eftir að Samherji festi kaup á skipinu var því siglt rakleiðis til Póllands þar sem það undirgekkst ýmsar breytingar. Sett var í það kraftblökk og annar nauðsynlegur búnaður til nótaveiða.

Hábergið er útbúið fyrir tveggja skipa togveiðar eða svokallaðar parveiðar og er gert ráð fyrir að það verði að einhverju leyti á slíkum veiðum.
Skipið heldur á síldveiðar í næstu viku og stefnt er að því að 10 menn verði um borð við togveiðar en 12 á nótaveiðum. Skipstjóri er Þorsteinn Símonarson og yfirvélstjóri er Þórhallur Sigurjónsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024